Æfingar hefjast aftur hjá 9.flokki kk og kvk í handbolta árið 2023

Æfingar fara fram í Digranesi og Kórnum undir handleiðslu okkar færustu þjálfara.

Hanna Bára  Kristinsdóttir íþróttafræðingur er þjálfari í Digranesinu og hefjast æfingar þar næsta þriðjudag 10.janúar kl 17-17:45 (æfingar eru alla þriðjudaga kl 17-17:45)

Ólafur Víðir Ólafsson íþróttafræðingur er þjálfarinn í Kórnum og hefjast æfingar þar fimmtudaginn 5.janúar kl 17:15-18:00 (æfingar eru alla fimmtudaga kl 17:15-18:00)

Æfingar byggjast upp á því að kynna iðkendum fyrir leik með bolta á skemmtilegan hátt og hafa gaman með eða án bolta. 

Æfingar eru fyrir iðkendur fædda árið 2017-2019.

Hlökkum við til að taka á móti okkar ungu iðkendum og er frítt að koma í tvær vikur áður en gengið frá skráningu. 

Skráning fer fram í gegnum sportabler 

https://www.hk.is/is/skraning