Eva Hrund og Kristín Guðmunds skrifa undir


Eva Hrund og Kristín Guðmunds skrifa undir

Eva og Kristín munu áfram þjálfa 3. flokk kvenna í handbolta á næstkomandi leiktíð. Það er virkilega ánægjulegt að hafa náð samkomulagi við þær stöllur, þær hafa haldið mjög vel utan um þennan fjölmenna flokk og skilað frábærum árangri og má þar sérstaklega nefna Íslandsmeistaratitilinn 2022

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Barna og unglingaráð