Fyrirliðinn skrifar undir

Fyrirliðinn okkar Pálmi Fannar Sigurðsson hefur skrifað undir 3 ára samning!

Pálmi Fannar ætti að vera orðinn öllum HK-ingum kunnugur en árið 2015 kom Pálmi frá Haukum þá 19 ára gamall.

Síðan þá hefur hann vart misst úr leik fyrir félagið enda lætur hann fátt stoppa sig og á hann flesta leiki fyrir félagið af þeim sem skipa meistaraflokk karla í dag. 

Sökum þess hefur hann fengið viðurnefnið Stálmaðurinn og er hann ávallt kallaður Stáli af liðsfélögum sínum.

Pálmi er einn besti varnarmaðurinn í Olís-deildinni og í sókn getur hann nánast leyst allar stöður á vellinum. Pálmi kvartar aldrei og heldur alltaf áfram, sannkallaður draumaleikmaður þjálfara!

Það er okkar mikil ánægja að hafa jafn mikla fyrirmynd og Pálmi er áfram innan okkar raða.