Handknattleiksdeild semur við fjórar ungar og efnilegar stelpur

Inga Dís Jóhannsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir, Embla Steindórsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín
Inga Dís Jóhannsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir, Embla Steindórsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Nýverið skrifuðu þær Alfa Brá, Aníta Eik, Embla og Inga Dís undir sína fyrstu meistaraflokks samninga við HK.

Stelpurnar munu alfarið æfa með meistaraflokki kvenna, spila með HK U og 3. flokki. Þær hafa tekið þátt í undirbúningi meistaraflokks í sumar af krafti og staðið sig vel undanfarið á æfingum og æfingaleikjum en þess má geta að þær eru fæddar 2004 og 2005. Þá hafa þær allar æft og spilað með yngri landsliðum Íslands og voru þær Embla og Inga Dís fulltrúar okkar HK-inga á Evrópumóti U17 ára sem fram fór fyrr í sumar.

Það er mikið gleðiefni að þær Alfa Brá, Aníta Eik, Embla og Inga Dís hafa allar samið við HK en þær hafa allar gert tveggja ára samning við handknattleiksdeildina.

Engin lýsing til

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín

Engin lýsing til

Aníta Eik Jónsdóttir

Engin lýsing til

Embla Steindórsdóttir

Engin lýsing til

Inga Dís Jóhannsdóttir

 

Áfram HK!