HK DEILDARMEISTAR!


 

 

HK ERU DEILDARMEISTARAR GRILL 66 DEILDAR KARLA 2021. MEÐ SIGRI Á FRAM U, 29-16, TRYGGÐU STRÁKARNIR SÉR OLÍS DEILDAR SÆTI Á NÆSTU LEIKTÍÐ!

 

 


 _

HK strákarnir hafa spilað afar vel í vetur, 16 sigrar, 2 töp, þéttur hópur og frábær spilamennska undir dyggri stjórn þeirra Elíasar og Árna. 

Strákarnir okkar byrjuðu leikinn í kvöld á rólegum nótum og voru undir eftir um stundarfjórðung. Hægt og bítandi náðu okkar menn Fram og héldu svo öruggri forystu út leikinn. Gleðin tók svo öll völd þegar leiktíminn rann út, langt en skemmtilegt tímabil að baki og Olís deildarsætið gulltryggt!

Til hamingju allir HK-ingar! 

Áfram HK

#hkalltafhk

 


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR