Íþróttaskólinn fer aftur af stað

Íþróttaskóli HK, fyrir börn 30 mánaða til fjögurra ára, er að fara aftur af stað. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnin fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi með kennara og foreldrum í íþróttasalnum í Kórnum.

Námskeiðið verður á sunnudagsmorgnum í Kórnum frá 9:30-10:20. Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið, að hámarki eru 30 börn á námskeiðinu.

Á þessari önn verður bara einn hópur.  2 ½ - 4 ára (krakkar fæddir árið 2016).

Námskeiðið er 11 skipti og hefst 6. september og líkur 6.desember. Frí verður 4.október, 11.október og 25.október vegna mótahalds í Kórnum.

Námskeiðisgjald: 15.000 kr.

Skráning fer hér