Jólasveinaþjónusta HK

Í ár verðum við HK-ingar aftur með jólasveina þjónustu þann 24. desember.

Þetta verður með sama hætti og í fyrra, þar sem við tökum við pökkum í Kórnum þann 21. desember frá kl 18:00-22:00. Allir pakkar þurfa að vera vel merktir með nafni barna og heimilisfangi.

Fyrir þau sem eru ný í hverfinu eða þekkja ekki fyrirkomulagið að þá tökum við á móti jólagjöfum og komum þeim í hendur jólasveina sem banka upp á hjá ykkur á aðfangadag með færandi hendi. 

Þetta er liður í fjáröflun fyrir handknattleiksdeild HK. 

Þjónustan í ár kostar 5.000kr á hverja heimsókn og munu jólasveinar okkar staldra við í um það bil 10 mínútur á ykkar heimili.

Þeir sem ætla sér að nýta þjónustuna senda email á elli@hk.is þar sem fram koma nafn barns/barna, nafn foreldris, heimilsfang, email, símanúmer. 

Þjónustan er í boði í póstnúmerunum 200, 201 og 203. Pakkarnir verða afhentir á milli 10-14 á aðfangadag og foreldrar fá skilaboð um hvenær jólasveinarnir munu koma og heimsækja þeirra heimili.

Jólasveinarnir munu af sjálfsögðu hlýða öllum sóttvarnarreglum J

Jólakveðja,

Meistaraflokkar HK handbolti