Sigurvin Jarl, Sigurður Jefferson og Styrmir Máni framlengja við HK

Fleiri HK-ingar hafa skrifað undir nýja samninga við handknattleiksdeild HK. Að þessu sinni voru það þeir Sigurvin Jarl Ármannsson, Sigurður Jefferson Guarino og Styrmir Máni Arnarsson. Þeir hafa allir ákveðið að semja á ný við handknattleiksdeildina til tveggja ára. Það er mikið gleðiefni og mikilvægt að halda þessum frábæru fyrirmyndum innan raða HK. 


Guðjón Björnsson og Sigurvin Jarl Ármannson

Guðjón Björnsson og Sigurður Jefferson Guarino

Guðjón Björnsson og Styrmir Máni Arnarsson