Takk Hafdís Ebba!

Fyrir stuttu stýrði okkar ástkæra Hafdís Ebba Guðjónsdóttir sinni síðustu æfingu hjá 7.fl.kk í Kórnum. Af því tilefni var hún leyst út með blómvendi og smá kveðjugjöf frá Barna- og unglingaráði HK. Hafdís Ebba hefur verið yngri flokka þjálfari hjá HK síðan 2002 og því hafa ansi margir krakkar stigið sín fyrstu skref í handboltanum undir hennar handleiðslu í gegnum tíðina.

Við hjá HK erum gríðarlega þakklát fyrir hennar góða og ómetanlega starf í okkar þágu og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.