U17 ára landslið kvenna tryggði silfur í B-deild Evrópumótsins í gær


Íslenska U-17 lanslið kvenna í handknattleik lauk í gær keppni á EHF Championship í Svyturo Arena í Klaipéa. Stúlkurnar spiluðu til úrslita B-riðils við Norður Makedóníu og var leikurinn spennandi allt til enda og loka niðurstaða silfur.

„Stelpurnar geta verið afar ánægðar með frammistöðu sína og ég er viss um að þær verða það eftir fáeina daga þegar rykið hefur sest,“ sagði Ágúst Þór Jóhannesson, þjálfari U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is eftir tap íslenska liðsins fyrir Norður Makedóníu í úrslitaleik B-deildar Evrópumóts kvenna í Klapiéda í Litáen í dag, 27:26.

U17: „Stelpurnar geta verið stoltar af frammistöðunni“ | Handbolti.is

 

Svo sannarlega glæsilegur árangur sem stúlkurnar geta verið stoltar af. Við erum einstaklega stolt af okkar HK stúlkum en fjórar HK stúlkur eru í liðinu, þær Embla Steindórsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir og Elísa Sigurðardóttir.

Þess  má geta að með silfrinu hefur liðið nú tryggt sér sæti í undankeppni EM 2023. 

Annað sætið í B-deild Evrópumótsins í gær tryggði U17 ára landsliði Íslands sæti í undankeppni EM2023 sem fram fer 22. til 28. nóvember. Um verður að ræða mót sem fimm landslið taka þátt í og keppa um einn farseðil í lokakeppni EM 17 ára landsliða árið 2023.

U17: Á leið í undankeppi EM í lok nóvember | Handbolti.is

Innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Framtíðin er svo sannarlega ykkar!

Áfram HK og áfram íslenskur handbolti <3