Frestun á öllu móthaldi Handknattleikssambands Íslands í dag 28.10.25

Vegna áframhaldandi snjókomu og ófærðar á höfuðborgarsvæðinu hefur Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) ákveðið að fresta öllu mótahaldi þriðjudaginn 28. október 2025.

Leikir í Powerade bikarkeppni HSÍ, sem áttu að fara fram í dag, munu fara fram á sama tíma á morgun, miðvikudaginn 29. október.
Leikir í yngri flokkum frestast hins vegar til óákveðins tíma, og verður óskað eftir því að félögin tali sig saman um nýjan leiktíma síðar.

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hvetur alla til að halda sig heima og forðast óþarfa ferðir vegna veðurs.
Gildandi gul veðurviðvörun verður uppfærð í appelsínugula viðvörun síðar í dag, og áfram er spáð mikilli snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni og slæmum akstursaðstæðum.

HK hvetur alla iðkendur, þjálfara og foreldra til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda og setja öryggi í forgang.
Nánari upplýsingar um viðbrögð HK við óveðri má finna á: https://www.hk.is/is/um-hk/vidbrogd-vid-ovedri