Ragnhildur Sóley skrifar undir samning við HK

 

Unga og efnilega Ragnhildur Sóley hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við HK. Ragnhildur er fædd árið 2007 og var í stóru hlutverki í U20 ára íslandsmeistaraliði HK auk þess að spila vel með 3.fl kvk.  Á þessu ári spilaði Ragnhildur sína fyrstu landsleiki þegar hún tók þátt í verkefni með U15 ára landsliði Íslands einnig spilaði hún sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir HK í Lengjudeildinni.

Ragnhildur spilar yfirleitt á miðjunni en getur leyst fleiri stöður framanlega á vellinum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún góðan leikskilning, er skapandi og skorar mörk (sem þykir kostur í knattspyrnu :)

Við óskum Ragnhildi til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.