- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Borðtennisfólk úr Hk gerði það gott um helgina en þá fóru fram íslandsmót unglinga og íslandsmót íþróttasambands fatlaðra.
Leikmenn frá Hk fóru mikinn og stóðu uppi með 3 íslandsmeistara titla auk silfur og bronsverðlauna í tvíliðaleikjum
Elísa þöll Bjarnadóttir sigraði örugglega í flokki stúlkna 12-13 ára
Darian Adam Robertsson Kingorn sigraði í flokki pilta 14-15 ára eftir hörku úrslitaleik við Kristófer Björnsson
Björgvin Ingi Ólafsson sigraði í flokki drengja 16-18 ára eftir frábæran úrslitaleik við Eirík Loga Gunnarsson sem hefur verið ósigrandi í aldursflokknum undanfarið
Á Íslandsmóti fatlaðra stóðu Hkingar sig líka frábærlega en þar sigraði Hákon Atli Bjarkason Þrefalt í flokki hreyfihamlaðra karla og Magnús Guðjónsson sigaði í sínum flokki auk þess að fá bronsverðlaun í opnum flokki eftir hörkuleik hinn þrautreynda Kolbein Skagfjörð.
Borðtennisdeild Hk óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með árangurinn
Framtíðin er svo sannarlega björt hjá borðtennisdeild HK