Þjálfaradagur knattspyrnudeildar HK 2023

Þjálfaradagur HK var haldin núna í haust þar sem þjálfarar félagsins komu saman til að stilla strengina fyrir komandi tímabil. Axel Lúðvík þjálfari hjá félaginu var með fyrirlestur um ferð sína til Dortmund fyrr á árinu þar sem hann skoðaði aðstæður hjá Borussia Dortmund á meðan hann fylgdi Karli Ágústi til æfinga hjá þessu risa félagi.

Ragnar Mar nýráðinn styrktar- og hlaupaþjálfari yngri flokka fór yfir þær áherslur sem hann kemur til með að einblína á í vetur svo allir þjálfara séu samstilltir varðandi þau verkefni.

Við fengum svo heimsókn frá Eysteini Hauksyni yfirþjálfara hjá Val þar sem hann var með stutta tölu varðandi það hvernig þeir eru að setja upp starfið sitt og hvaða áherslur þeir eru með, flott fyrir okkar fólk að fá að spegla sig aðeins í því sem aðrir eru að gera annarstaðar.

Það var síðan farið yfir þann tæknibúnað sem við komum til með að nota og þá möguleika sem felast í notkun búðar eins og Veo, sideline og fleira.

Því má með sanni segja að þjálfarar HK er vel undirbúnir fyrir komandi tímabil.