Laufey Björk heiðruð

Liðsfélagar Laufeyjar heiðruðu hana með köku og blómum.
Liðsfélagar Laufeyjar heiðruðu hana með köku og blómum.

 

Laufey Björk Sigmundsdóttir var að ljúka 25. tímabilinu sínu í meistaraflokki í blaki á Íslandi. Laufey Björk hefur spilað með HK í 19 ár og verið mjög stór partur af blakdeildinni, innan sem utan vallar og er hvergi nærri hætt. Laufey Björk hefur jafnframt spilað 34 landsleiki í blaki.

Laufey spilar ekki bara með meistaraflokki HK heldur er hún líka formaður blakdeildar HK og er sannur félagsmaður. 

Takk fyrir þitt framlag Laufey Björk!

Fyrir hönd aðalstjórnar HK, 
Sandra