Framtíðin er björt hjá HK!

 
 
HK hefur átt marga leikmenn í verkefnum á vegum KSÍ á þessu ári. Kristján Snær og Tumi Þorvarsson voru boðaðir á æfingar hjá U-19.
Karl Ágúst og Breki Ottósson fóru á æfingar í janúar og hafa báðir verið valdir í hóp U-17 sem spilar æfingaleiki við Finnland í lok febrúar og byrjun mars. Þovarvaldur Smári var boðaður á æfingar með U-16 í febrúar. Andri Már fór á æfingar hjá U-15 í janúar.
 
Stelpurnar í HK gefa strákunum ekkert eftir því Andrea Elín og Ísabel Rós voru boðaðar á æfingar hjá U-17 í lok janúar og Andrea var valin í hópinn sem fer til Portúgals að spila í undankeppni EM. Elísa Birta og Sigrún Ísfold voru boðaðar á æfingar hjá U-15 núna í janúar.
 
Framtíðin er svo sannarlega björt hjá HK og óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn!