10 HK fulltrúar í U19 ára landsliðum Íslands

_

Blakdeild HK á alls 10 fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA, en mótið fer fram í Rovaniemi í Finnlandi núna um helgina.Í strákahópnum eru þeir Hermann Hlynsson, Elvar Örn Halldórsson, Davíð Freyr Eiríksson, Valens Torfi Ingimundarson og Dren Morina. Massimo Pistoia er síðan aðalþjálfarinn hjá þeim.

Í stelpuhópnum eru þær Arna Sólrún Heimisdóttir, Líney Inga Guðmundsdóttir, Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Heba Sól Stefánsdóttir og Lejla Sara Hadziredzepovic. Þá eigum við einnig eina uppalda, en það er hún Sara Ósk Stefánsdóttir.


Við bendum á   Facebook  síðu mótsins fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Innilega til hamingju! 

Áfram Ísland, áfram HK!