3 HK-ingar í æfingahópi U16 landsliðs kvenna

Þessa dagana fara fram úrtaksæfingar hjá U16 ára landsliði kvenna. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar þjálfara U16/U17 kvk.

HK á þrjá fulltrúa í æfingahópnum, þær Katrínu Rósu Egilsdóttur, Kristjönu Ásu Þórðardóttur og Sóleyju Maríu Davíðsdóttur en allar skrifuðu þær nýlega undir samninga við HK.

Það er ljóst að framtíðin er björt hjá HK.

Til hamingju stelpur!

Áfram HK!