Aðalfundur HK


Aðalfundur HK verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 18:00 í hátíðarsal félagsins í Kórnum.

Dagskrá fundarins:

a)     Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
b)     Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar er sannreynir atkvæðisbærni félaga samkvæmt lögum félagsins.
c)     Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin upp til samþykktar.
d)     Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar og skýrslur deilda.
e)     Lagður fram ársreikningur aðalstjórnar fyrir árið 2021 ásamt ársreikningum einstakra deilda og samstæðureikningi.
f)      Umræður um skýrslu og reikninga aðalstjórnar.  Reikningar aðalstjórnar bornir upp til samþykktar.
g)     Lagabreytingar.
h)     Dagskrármál önnur.
i)      Kosningar.
j)      Ákvörðun félagsgjalda félagsmanna.
k)     Önnur mál.
 
Uppstillingarnefnd

Uppstillingarnefnd auglýsir, samkvæmt 18. gr. laga félagsins, eftir framboðum og tillögum um frambjóðendur til embætta sem kosið er til á aðalfundi félagsins.

Upplýsingar veitir Björg Erlingsdóttir.  Framboð og fyrirspurnir skulu berast á netfangið: bre9@simnet.is