Afreksæfingar knattspyrnudeildar Vor 2022

_

Nú er komið að síðasta námskeiði vorannar!

Skráning hér

 Síðasta námskeið fyrir íslandsmót og því gott tækifæri til að undirbúa sig vel fyrir sumarið.

Námskeið í tækniatriðum sem haldin voru síðastliðið haust tókust afar vel og um 120 krakkar tóku þátt í hverju og einu námskeiði. 


Það var mikill metnaður, gleði og frábært andrúmsloft á æfingum og voru krakkarnir að gera frábæra hluti og sýndu framfarir í þeim tækniatriðum sem voru kennd.

Sem fyrr eru námskeið undir handleiðslu Luka Kostic og Þórhalls Dan. 

Kennsla í einstaklings atriðum verður í boði fram til 31.mai á eftirfarandi dagsetningum: 

Námskeið 4. Móttaka: 10.-30.janúar
Námskeið 5. Skottækni: 1.-28.febrúar
Námskeið 6. Langarsendingar: 1.-31.mars
Námskeið 7. Innanfótarsendingar: 1.-30.apríl
Námskeið 8. Vörn maður á mann: 1.-31.maí

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið.

 

Hvert námskeið byrjar með fyrirlestri um einstaklings atriði og æfingar munu fara fram eingöngu innandyra.

 

Tækni er grundvallar atriði fótboltans og er mjög mikilvægt að læra tækniatriði snemma á knattspynuferlinum.
Ástæðan er að ungir iðkendur eru mjög móttækilegir og hafa meiri möguleika á að ná valdi á öllum einstaklings tækni atriðum fótboltans.

 

 *Upplýsingar um upphaf æfinga og hópaskiptingar verða birtar á Sportabler.