Ágúst Guðmundsson semur til þriggja ára!

Ágúst Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson

Ágúst Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við HK. Ágúst spilar í hægri skyttustöðu og hefur komið afar sterkur inn í liðið nú í vetur.

Ágúst hefur spilað upp alla yngri flokka hjá HK en hefur jafnframt vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Íslands.

Stjórn handknattleiksdeildar HK er afar ánægð með að Ágúst skuli semja við HK að nýju. Hann hefur sýnt það í vetur hversu öflugur leiikmaður hann er. Það verður mikill styrkur fyrir meistaraflokk karla að hafa hann áfram á komandi tímabili í efstu deild.

#liðfólksins