Ágústa framlengir

Ágústa Huld Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við HK. Ágústa sem er á 19. aldursári var valinn mikilvægasti leikmaður þriðja flokks á uppskeruhátið handboltans á föstudaginn. Ágústa hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og hefur verið að spila með meistaraflokki kvenna hjá félaginu.

Það eru frábærar fréttir að Ágústa verði áfram hjá HK.

Áfram HK!