Alexandra Líf skrifar undir

Alexandra líf Arnarsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild HK.

Alexandra er 20 ára línumaður sem hefur leikið með öllu yngri landsliðum Íslands. Alexandra kemur til HK frá Haukum þar sem hún hefur leikið stórt hlutverk undanfarin ár.

Við bindum miklar vonir við Alexöndru Líf og hlökkum mikið til að sjá hana í HK treyjunni á næsta tímabili.

Áfram HK!