And­lát: Bjarki Már Sig­valda­son

Mikill keppnismaður og góður drengur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bjarki Már Sigvaldason spilaði knattspyrnu fyrir á HK frá 5 ára aldri eða allt frá stofnun knattspyrnudeildar og sýndi hann strax mikla hæfileika innan vallar. Ljúfur og hæglátur leiðtogi sem öllum líkaði vel við í mjög sterkum árgangi sem náði að verða fyrsta lið sem vinnur Íslandsmeistaratitill í yngri flokkkum HK. Bjarki spilaði með unglingalandsliðum og var einn efnilegasti leikmaður landsins. Því miður gerðu meiðsli það að verkum að hann náði ekki að uppfylla drauma sína. Þegar hann hafði komist yfir meiðslin með mikilli hörku og dugnaði kom hann sér í form, spilaði með meistaraflokki HK og sýndi hann að hann hafði einstaka hæfileika og yfirsýn á vellinum. Maður var viss um að nú myndi hann ná að blómstra sem leikmaður fyrir félagið sitt, en þá veiktist hann. Í framhaldinu hófst bárátta sem sýndi úr hverju Bjarki var gerður, aðdáunarvert viðhorf hans, keppnismaður fram í fingurkoma, aldrei að gefast upp og lifa fyrir líðandi stund. Hann var gegnheill HK-ingur og mikil fyrirmynd innan vallar sem utan. Vildi veg HK alltaf sem mestan og bestan innan vallar sem utan, nú hefur hann tekið það verkefni að sér að vinna að þeim á bakvið tjöldin um ókomna framtíð.
Elsku Ástrós, Emma og fjölskylda. Megi hæsti höfuðsmiður himins og jarðar veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minninginn um góðan dreng og félaga mun alltaf lifa hjá HK fjölskyldunni, liði fólksins.

Sigurjón Sigurðsson
Formaður HK