Anna Ragnhildur Sól gerir samning við HK

Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir
Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir

Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir hefur skrifað undir samning við HK.

Anna er 17 ára efnilegur markmaður sem kom í HK frá Stjörnunni í fyrra.

“Anna er ungur og efnilegur markvörður sem er hungruð í að bæta sig. Hún hefur staðið sig afar vel á undirbúningstímabilinu og við hjá HK ætlum henni stóra hluti í framtíðinni. Það er okkar verkefni að skapa sterkt umhverfi fyrir hana og aðra leikmenn svo þeir geti náð sínum markmiðum“ segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari HK.

 


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR