Ársþing UMSK 2023

Í seinustu viku fór fram 99. ársþing UMSK.

Þingið var haldið í Golfklúbbnum Oddi og var mjög vel sótt.

Á þinginu voru veittar fjölmargar heiðranir á vegum UMSK, svo sem íþróttakarl og íþróttakona ársins og lið ársins en einnig merki sambandsins.

Formaður HK Pétur Örn Magnússon hefur setið í stjórn UMSK undanfarin ár en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Pétur hefur hefur verið frábær fulltrúi HK í aðalstjórn og sinnt góðu starfi fyrir UMSK en hann var heiðraður með silfurmerki UMSK fyrir sín störf.

Sigurjón Sigurðsson frá HK kom nýr inn í varastjórn í stað Geirharðs Long en hann tók sæti Péturs í stjórn UMSK.

Á ársþinginu voru einnig veitt gull- og silfurmerki ÍSÍ en það voru Þorsteinn Þorbergsson og Lárus B. Lárusson sem hlutu gullmerki ÍSÍ en HK-ingarnir Hólmfríður Kristjánsdóttir og Einar Tómasson hlutu silfurmerki ÍSÍ og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Pétur Örn formaður HK heiðraður fyrir sín störf í stjórn UMSK