Ásgeir Börkur heim í Fylki

Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fylki eftir tæp þrjú ár hjá HK.

 

Ásgeir Börkur kom til HK árið 2019 og átti stóran þátt í því að HK hélt sæti sínu  í efstu deild það árið með gríðarlega öflugri innkomu í liðið. Hann var valinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar HK 2019 og var meðal varamanna í liði ársins hjá fótbolta.net fyrir tímabilið 2019 í Pepsi Max deildinni. Einnig var hann valinn íþróttamaður HK sama ár.

 

Ásgeir Börkur hefur í heildina leikið 86 leiki fyrir HK , þar af 57 leiki í efstu deild.

 

Við þökkum Berki fyrir ómetanlegt framlag hans til liðsins og óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.