Atli Hrafn Andrason til HK

Velkominn Atli Hrafn!
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Atli Hrafn Andrason hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK.
Atli er 23 ára og lék með ÍBV á síðustu leiktíð. Hann á að baki fjölmarga leiki í efstu deild en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla 2015 þá aðeins 16 ára gamall. Hann mun styrkja hópinn vel fyrir komandi átök í Bestu Deildinni.
Við bjóðum Atla velkominn í HK!