Átta ungir HK-ingar í yngri landsliðin í blaki

_

Átta ungir HK-ingar hafa verið valdir í yngri landsliðin í blaki sem keppa í undankeppni EM í Danmörku um miðjan desember.

Sigurður Kári Harðarson, Emil Már Diatlovic, Jökull Jóhannsson og Arnar Páll Harðarson voru valdir í U18 landslið karla og

Helena Einarsdóttir, Matthildur Sigurjónsdóttir, Elín Eyþóra Sverrisdóttir og Karen Lóa Júlíusdóttir voru valdar í U17 landslið kvenna.

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið.

Áfram HK!