Audrey Baldwin í HK

 
Meistaraflokki kvenna í HK hefur borist mikill liðstyrkur því Audrey Baldwin hefur samið við liðið til tveggja ára.
 
Audrey er reynslumikill markvörður frá Bandaríkjunum sem hefur spilað víða, meðal annars í Meistaradeild kvenna með Apollon frá Kýpur og Hajvalia frá Kosovo. Hún hefur einnig leikið í Portúgal, Danmörku, Ísrael og Frakklandi. Einnig varði Audrey mark HK/Víkings sumarið 2019 og þar áður hafði hún leikið fyrir bæði Keflavík og Fylki. Audrey mun starfa hjá knattspyrnudeild HK og koma að þjálfun og styrktarþjálfun í yngri flokkum félagsins.
 
Meistaraflokkur HK tekur nú þátt í Íslandsmóti í þriðja sinn frá viðskilnaði HK/Víkings. Guðni Þór Einarsson þjálfari liðsins segir komu Audrey mikilvæga fyrir uppbyggingastarf sem á nú sér stað í HK.
 
“Audrey kemur með reynslu og sterkan karakter í okkar unga og efnilega hóp. Við gerum kröfur á að lið okkar verði samkeppnishæft í efri hluta deildarinnar á næstu árum og teljum okkur hafa nælt í öflugan markvörð í Audrey”.
 
Áfram HK!