Berglind Þorsteinsdóttir framlengir

Berglind Þorsteinsdóttir
Berglind Þorsteinsdóttir

Berglind Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við HK.

Berglind gerir samning sem gildir til 2023.

Berglind er 21 árs leikmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Ísland og verið valin í æfingahópa hjá A landsliðinu.

Berglind var einnig valin íþróttakona HK 2019. Hún er sem stendur í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossbönd.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að halda Berglindi innan sinna raða.

Áfram HK!