Birnir Snær til Víkings

HK hefur komist að samkomulagi við Víking um sölu á Birni Snæ Ingasyni. 

 

Birnir kom til HK á miðju tímabili árið 2019 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan þá. Hann var valinn besti leikmaður liðsins á núliðnu tímabili.

 

Birnir hefur í heildina leikið 66 leiki fyrir HK, þar af 47 leiki í efstu deild þar sem hann skoraði 12 mörk.

 

Við þökkum Birni fyrir framlag hans á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.