Blakdeild HK semur við þjálfara fyrir næstu leiktíð

Stjórn blakdeildar hefur gengið frá samningum við þjálfara fyrir meistaraflokk karla og kvenna. Emil Gunnarsson mun þjálfa meistaraflokk kvenna og Massimo Pistoia mun þjálfa meistaraflokk karla, yngri flokka og aðstoða við þjálfun kvennaliðsins. Massimo er HK-ingum að góðu kunnur en hann þjálfaði karlalið HK í þrjú tímabil 2016-2019, auk þess að koma að þjálfun landsliða Íslands. Á síðustu leiktíð þjálfaði hann hjá belgíska félaginu Knack Roeselare sem spilar í efstu deild karla. Stjórnin væntir mikils af samstarfinu við þessa reynslumiklu þjálfara á komandi leiktíð.

Stjórnin vill þakka fráfarandi þjálfara Vladislav Mandic fyrir gott samstarf og óskar honum góðs gengis.