Blaksambandið heiðrar HK-inga

Halldór Elvarsson, Magnús Haukur Ásgeirsson, Heiðdís Ösp Ingvadóttir og Vilborg Guðmundsdóttir. Á my…
Halldór Elvarsson, Magnús Haukur Ásgeirsson, Heiðdís Ösp Ingvadóttir og Vilborg Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Eyrúnu Hörpu Hlynsdóttur.

Á 50 ára afmælishátíð HK sæmdi Blaksambandið fimm einstaklinga heiðursmerkjum BLÍ. Heiðursmerki BLÍ eru veitt einstaklingum fyrir vel unnin störf í blakhreyfingunni. 

Vilborg Guðmundsdóttir var sæmd gullmerki BLÍ. Í umsögn BLÍ segir að Vilborg eigi stóran þátt í uppbyggingu blakdeildar HK sem nú er orðið stórveldi í blakheiminum enda félagið með flest lið í deildakeppni BLÍ og öflugt starf í yngri flokkum. Hún er silfurmerkishafi BLÍ síðan árið 2004 og framlag hennar til íþróttarinnar, hjá HK og Blaksambandinu, gerir hana svo sannarlega verðugan handhafa gullmerkis BLÍ segir í frétt á vef BLÍ.

Halldór Elvarsson fékk silfurmerki BLÍ. Halldór hefur starfað í yngriflokkastarfinu hjá HK um árabil og einnig komið að verkefnum fyrir Blaksambandið. 

Eyrún Harpa Hlynsdóttir fékk silfurmerki BLÍ. Eyrún Harpa var formaður blakdeildar HK í nokkur ár og hefur verið mjög virk í sjálfboðaliðastörfum fyrir Blaksambandið undanfarin ár. 

Magnús Haukur Ásgeirsson fékk silfurmerki BLÍ. Magnús hefur verið lengi í blakinu og var formaður blakdeildar HK. Hefur hann einnig komið að sjálfsboðaliðastörfum fyrir Blaksambandið.

Heiðdís Ösp Ingvadóttir fékk silfurmerki BLÍ. Heiða er mjög virkur sjálfboðaliði hjá HK og hefur stýrt m.a. nokkrum mótum fyrir félagið. Nær dugnaður hennar til Blaksambandsins þar sem hún hefur unnið frábært starf sem sjálfboðaliði í nokkrum verkefnum. 

Stjórn HK óskar þeim öllum til hamingju. Við erum stolt af þessu fólki og þökkum þeim kærlega fyrir ötult starf á vettvangi HK og BLÍ. Þau sem sæmd voru heiðursmerki BLÍ