- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari meistaraflokks karla, hefur látið af störfum og tekið við sem þjálfari Örgryte í Svíþjóð en liðið spilar þar í næst efstu deild.
Brynjar Björn var ráðinn þjálfari HK haustið 2017 og stýrði liðinu upp úr næst efstu deild á sínu fyrsta tímabili. HK hafnaði í 2. sæti og setti um leið met með því að fá aðeins á sig 13 mörk það tímabilið. Lið HK hafnaði í 9. sæti í efstu deild bæði 2019 og 2020 og jafnaði þar með besta árangur HK í efstu deild. Á árinu 2021 hafnaði lið HK í 11. sæti og féll úr efstu deild.
„Ég vil þakka HK kærlega fyrir tækifærið sem ég fékk sem aðalþjálfari félagsins. Síðustu ár hafa verið afskaplega góð og skemmtileg og kveð ég félagið, samstarfsmenn og liðið með söknuði. HK hefur alla burði til að vinna Lengjudeildina í ár og spila í Bestu deildinni að ári liðnu“, segir Brynjar Björn.
HK þakkar Brynjari Birni kærlega fyrir hans framlag, árangur og samstarf síðustu 4 ½ ár. Jafnframt óskar HK Brynjari Birni velfarnaðar á nýjum vetvangi.
Áfram HK!