BYKO framlengir samninginn

BYKO og handknattleiksdeild HK hafa framlengt samstarf sitt um tvö ár. 

BYKO hefur fyrir löngu skapað sér gott orðspor á meðal landsmanna enda býður BYKO upp á fjölbreytt vöruúrval, góða þjónustu og gott aðgengi. 

Það er okkur HK-ingum afar mikilvægt að jafn öflugur samstarfsaðili og BYKO er starfi áfram með handknattleiksdeildinni. Guðjón Björnsson formaður handknattleiksdeildar, Stefán Ingi Valsson sölustjóri grófvara og Eggert Kristinsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs handsöluðu samninginn fyrir helgi.