Byrjendablak fyrir fullorðna

 
Blakdeildin ætlar að taka upp þráðinn og halda aftur námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið mun hefjast 9. janúar. Það verður haldið í Fagralundi, Kópavogi, á mánudögum frá kl. 20:00-21:30, í 15 skipti alls. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna munu sjá um þjálfunina.
 
Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á blakdeildhk@gmail.com, merkt BYRJENDABLAK 2023, þar sem lýst er yfir vilja til að taka þátt.
 
Námskeiðið kostar 30.000 kr. Fjöldinn takmarkast við 15 iðkendur. Skráningafrestur er til og með sunnudagsins 8. janúar.
Athugið að með því að skrá sig á námskeiðið þá er verið að skuldabinda sig til að greiða heildarupphæðina.