Dagur sjálfboðaliðans 5. desember - Takk sjálfboðaliðar!

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliða þann 5. desember vekja ÍSÍ og UMFÍ athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjálfboðaliðar gegna í íþrótta- og ungmennafélögum um allt land. Íþróttahreyfingin stendur og fellur með fólki sem gefur af tíma sínum og getu – og HK er þar engin undantekning.

Á árinu hafa sjálfboðaliðar HK lagt ómetanlegt framlag til fjölbreyttra verkefna sem skiptir sköpum fyrir daglegt starf félagsins. Slíkt framlag er ekki sjálfgefið og án þess væri ekki hægt að halda úti öflugu og gæðaíþróttastarfi fyrir iðkendur á öllum aldri.

Sjálfboðaliðar eru burðarstólpi íþróttalífsins

Um land allt fer nú fram fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins. Sjálfboðaliðar segja frá starfi sínu innan hreyfingarinnar, Hvatasjóður veitir styrki til verðugra verkefna og unnið er að sameiginlegri stefnumótun til eflingar íþrótta- og ungmennafélagastarfs.

Allt þetta undirstrikar hið sama:
að án sjálfboðaliða væri íslenskt íþróttalíf einfaldlega ekki það sama.

Innilegar þakkir til sjálfboðaliða HK

Við viljum nota daginn til að færa öllum sjálfboðaliðum HK okkar bestu þakkir fyrir framlag þeirra á árinu og undanfarin ár.
Ykkar vinnusemi, jákvæðni og metnaður eru grunnstoðirnar sem félagið byggir á.
Við erum afar þakklát fyrir ykkur, við sjáum ykkur og hlökkum til að halda áfram að byggja upp kraftmikið og jákvætt samfélag innan HK, saman.

Minnum á tilnefningar fyriur Sjálfboðaliða ársins 2025

Við viljum jafnframt minna á að nú stendur yfir móttaka tilnefninga fyrir Sjálfboðaliða ársins hjá HK.
Tilnefning er kærkomin leið til að heiðra einstakling sem hefur lagt sérstakt framlag af mörkum í þágu félagsins – hvort sem um er að ræða mörg ár í sjálfboðastörfum eða óeigingjarnt framlag á árinu sem er að líða.

📌 Við hvetjum alla félagsmenn, iðkendur, foreldra og þjálfara til að senda inn tilnefningu.
https://gbm6vaq9.forms.app/tilnefningar-fyrir-sj%C3%A1lfbo%C3%B0ali%C3%B0a-%C3%A1rsins 

ÁFRAM HK!