Daníel Berg Grétarsson ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar HK

Mynd 1.Guðjón og Daníel við undirskrift.
Mynd 2. Daníel ásamt þeim Guðjóni Björnssyni formanni og G…
Mynd 1.Guðjón og Daníel við undirskrift.
Mynd 2. Daníel ásamt þeim Guðjóni Björnssyni formanni og Guðmundi Ómari Hatsteinssyni meðstjórnanda Barna og unglingaráðs.

Daníel Berg Grétarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar HK til tveggja ára. Daníel Berg er öllum hnútum kunnugur innan handknattleiksdeildar en hann hefur þjálfað 6. og 5. flokk karla með góðum árangri undanfarin ár og sinnt stjórnunarstörfum og afreksþjálfun innan félagsins.

Daníel Berg hefur einnig haft umsjón með MK akademíunni, sem er samstarf handknattleiksdeildar og Menntaskólans í Kópavogi.

Þá lék Daníel Berg einnig með meistaraflokk HK við góðan orðstír. Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með yngriflokkastarfi HK í samstarfi við Barna og unglingaráð handknattleiksdeildar.

 

Handknattleiksdeild HK býður Daníel Berg velkominn til starfa og þakkar um leið fráfarandi yfirþjálfara Ólafi Víði Ólafssyni fyrir vel unnin störf.