Danielle Marcano semur við HK


_

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Danielle Marcano um að leika með liði félagsins í Lengjudeildinni á komandi sumri. 

Danielle er 24 ára gamall framherji sem lék með sterku liði Tennessee háskólans í Bandaríkjunum. Hún er markahæsti leikmaður háskólaliðsins í úrslitakeppni NCAA en hún skoraði 7 mörk í úrslitakeppninni árið 2018 þegar lið Tennessee komst alla leið í 8-liða úrslit keppninnar.

Danielle æfði með unglingalandsliðum Bandaríkjanna, bæði U14 og svo síðar með U17. Í háskólaboltanum leysti hún fleiri stöður, lék meðal annars sem bakvörður. 

Velkomin Danielle og áfram HK!  

   Danielle kemur inn í leikmannahóp HK með ákveðin gæði sem við höfum verið að leita eftir. Hún er hröð, sterk og klárar færin sín vel. Við erum spennt að fá hana til liðs við okkur og erum þess fullviss að hún muni gera okkar lið enn sterkara fyrir átök sumarsins. 

- Jakob Leó Bjarnason, þjálfari HK.

 

 GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR