Díana og Sunna Guðrún semja við handknattleiksdeild HK

Kæru HK-ingar

Það er okkur mikið gleðiefni að Díana Sigmarsdóttir og Sunna Guðrún hafa samið við HK og munu leika með okkur í Olisdeildinni á næsta tímabili.
Díana hefur leikið með Fjölni, IBV og nú síðast Fjörde í Noregi. Sunna Guðrún varði mark KA/Þors í vetur og var okkur oft erfiður andstæðingur.
Það er ekkert launungarmál að þetta er mikill fengur fyrir HK og kemur til með að styrkja HK okkar hop fyrir komandi átök. 

Vilhelm Gauti þjálfari HK: 

Það er frábært að fá svona öfluga leikmenn eins og Díönu og Sunnu í okkar raðir og kemur til með að styrkja okkur mikið. Þetta er liður í því að styrkja okkar annars frábæra hóp fyrir komandi átök í Olísdeildinni. 

Við bjóðum Díönu og Sunnu hjartanlega velkomnar í HK fjölskylduna.