Einar Pétur Pétursson er genginn til liðs við HK

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Einar Pétur Pétursson hefur samið við handknattleiksdeild HK út leiktíðina. Einar Pétur þekkir vel til hjá HK en hann spilaði með liðinu í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð.

 

Það eru afar ánægjulegar fréttir að Einar Pétur ætli að taka slaginn með strákunum okkar í Olís deildinni í vetur.

 

Áfram HK!