Frístundaakstur hefst 12. september

Kæru foreldrar og forráðamenn, 

Það gleður okkur að tilkynna að samkomulag hefur náðst við Hópbíla um að sjá um frístundaaksturinn fyrir okkur í vetur.  Hins vegar getur aksturinn ekki hafist fyrr en mánudaginn 12. september þar sem skortur er á hópferðabifreiðum á lausu í landinu.

Við vonum að þið sýnið þessu skilning og hjálpumst að við að koma börnunum á æfingar í næstu viku.

Frístundavagninn verður mannaður með starfsmönnum sem aðstoða börnin við að spenna beltinn, passa upp á dótið sitt og fara út á réttum stað. Sú nýbreytni verður í vetur að forráðamenn skrá börnin í frístundabílinn í gegnum Völu og verða nákvæmar leiðbeiningar um það sendar út í næstu viku svo allir geti verið búnir að skrá áður en aksturinn hefst þann 12. september.

Hlökkum til samstarfsins í vetur!

Starfsmenn Íþróttafélaganna Gerplu, Breiðabliks og HK.

Frístundavagninn

Tímatafla 2022-23