Aðalfundur HK fór fram 24. mars 2021

  


 

AÐALFUNDUR HK FÓR FRAM MIÐVIKUDAGINN 24. MARS

FUNDURINN VAR HALDINN Í VEISLUSAL FÉLAGSINS AÐ VALLAKÓR 12, 203 KÓPAVOGI  

_

Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Fráfarandi formaður Sigurjón Sigurðsson ávarpaði fundargesti. Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2020 kynnt. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 var borin til kosningar og hann samþykktur.

_

Kosið var til stjórnar. Þrír gengu úr stjórn, Sigurjón Sigurðsson formaður, Ragnheiður Kolviðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir. Fráfarandi stjórnarmönnum var þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félags.

Í þeirra stað komu inn tveir nýir varamenn aðalstjórnar þær Iða Brá Benediktsdóttir og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir. Pétur Örn Magnússon var kosin formaður. Pétur er 45 ára verkfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Lotu ehf. Ásdís Kristjánsdóttir var kosin varaformaður aðalstjórnar. Einar Tómasson, Unnar Hermannsson og Alexander Arnarsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

HK gleðst yfir þessum frábæra hópi liðsmanna og færir bæði nýjum, áframhaldandi og fráfarandi stjórnarmeðlimum kærar þakkir fyrir samstarfið og vill óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. HK býður jafnframt nýjan formann félags Pétur Örn Magnússon hjartanlega velkomin til starfa með ósk um farsælt samstarf.

_

Þær Ragnheiður Kolviðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir voru á fundinum sæmdar gullmerki HK og silvurmerki UMSK fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Ungmennasambands Kjalanesþings.

Sigurjón Sigurðsson hættir nú sem formaður HK eftir 15 ár sem formaður félagsins. Sigurjón kom að sameiningu HK og ÍK sem og stofnun knattspyrnudeildar HK árið 1992. Sigurjón hefur frá þeim tíma setið í aðalstjórn félagsins og sinnt þar hlutverki bæði varaformanns og síðar formanns frá árinu 2006. Sigurjón var í lok fundar sæmdur gullmerkjum UMFÍ, UMSK og ÍSÍ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði fundinn og bar þar hlýjar kveðjur til Sigurjóns frá starfsmönnum Kópavogsbæjar.

Við hjá HK viljum nýta tækifærið og þakka Sigurjóni fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins öll þessi ár og jafnframt óska honum velfarnaðar í nýjum verkefnum. Það er ánægjulegt hve starf félagsins hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. HK er í dag eitt af stærstu íþróttafélögum landsins og á Sigurjón stóran þátt í því faglega og vel unna starfi sem byggt hefur verið. HK lítur björtum augum til komandi ára með von um áframhaldandi farsælt starf á þeim góða grunni sem byggður hefur verið.


 

GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR

 

 


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR