Pétur Örn Magnússon er nýr formaður HK


 
HK KYNNIR NÝJAN FORMANN PÉTUR ÖRN MAGNÚSSON
 
FORMANNSSKIPTI FÓRU FRAM Á AÐALFUNDI HK ÞANN 25. MARS 2021 
  

Pétur er 45 ára verkfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Lotu ehf. Pétur ásamt fjölskyldu sinni hefur verið búsettur í Kópavogi frá árinu 2004. Pétur á fjögur börn sem öll eru iðkendur hjá félaginu og auk þess iðka Pétur sjálfur og kona hans Jóhanna blak hjá félaginu.

Pétur þekkir starf HK vel og hefur um langt skeið komið að starfi félagsins með einum eða öðrum hætti.

_

Ég hef komið að ýmsum störfum fyrir HK á þessum tíma. Ég tók meðal annars þátt í að koma forvera Krónumótanna á koppinn, verið fulltrúi HK í mótanefnd fyrir Íþróttaveislu UMFÍ sem frestað hefur verið í tvígang vegna Covid. Sem og að koma að sjálfboðaliðastarfi hvers konar. Ég hef mikinn metnað til þess að gera gott félag enn betra! 

 _

HK býður nýjan formann hjartanlega velkomin til starfa og ber Pétri kærar þakkir fyrir liðsaukan með ósk um farsælt samstarf.

Áfram HK 


 

GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR