Fréttatilkynning

Aðalstjórn HK hefur ráðið Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. september næstkomandi.

Hanna Carla tekur við starfi framkvæmdastjóra af Birgi Bjarnasyni, sem gegnt hefur því starfi undanfarin 13 ár. Birgir mun verða fjármálastjóri félagsins frá sama tíma. 

Hanna Carla er fædd 8. ágúst 1986 og er uppalin í Vestmannaeyjum en flytur í Kópavog árið 2006. Hún er með Bsc. gráðu í Íþróttafræðum Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Hanna Carla hefur starfað fyrir HK frá árinu 2008, fyrst sem þjálfari og svo sem rekstrarstjóri knattspyrnu- og handknattleiksdeild félagsins. Hún hefur jafnframt setið í stjórn barna- og unglingaráðs handknattleiksdeilda og aðalstjórn félagsins ásamt því að sitja í stjórn UMSK.

Hanna Carla er gift Ólafi Víði Ólafssyni, sem er HK-ingum vel kunnugur, og eiga þau þrjú börn.

Aðalstjórn HK óskar þeim Hönnu Cörlu og Birgi til hamingju með ný störf og hlakkar til samstarfsins.

 

Fyrir hönd aðalstjórnar HK
Sigurjón Sigurðsson