Freyja Aradóttir framlengir við HK

 

Freyja hefur framlengt samning sinn við HK út tímabilið 2023

Freyja er tvítug og er uppalin hjá Fylki en kom yfir til HK fyrir tímabilið 2020. Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum en í fyrra vetur hafði hún spilað vel sem hægri bakvörður. Í mars lenti hún í því að slíta krossband sem hefur haldið henni frá keppni í sumar en Freyja hefur staðið sig vel í sinni endurhæfingu og við hlökkum til að fá hana aftur inn á völlinn.

 

Til hamingju með samninginn Freyja!