Fyrirmyndar dómaratríó

Fyrirmyndar dómaratríó!

Þessar mögnuðu HK stelpur vöktu athygli "fréttaritara" okkar þar sem þær dæmdu leik í Íslandsmóti 4. flokks á Salavelli nýverið. Þær stjórnuðu leiknum af virðingu, sjálfstrausti og áhuga og óhætt að segja að frammistaða þeirra hafi verið til fyrirmyndar.

Það er HK mikils virði þegar frumkvæði og dugnaður er til staðar hvað varðar dómgæslu og viðhorfið er jákvætt. Einhverra hluta vegna virðist erfiðara að fá kvenkyns iðkendur til að taka þessi hlutverk að sér og því hressandi að sjá þessar stelpur skila þessu verkefni jafn fagmannlega af sér og raun bar vitni.

Það er öllum iðkendum hollt að upplifa hlutverk dómarans og þá eru til augljós dæmi þess að skipti sköpum fyrir leikmenn í leit að sigrum að búa yfir góðri þekkingu á leikreglunum.

Yfirmaður dómaramála hjá yngri flokkum HK er Irfan Bajramaj og er mikil ánægja með störf hans og metnað.

Dómaratríóið frábæra skipa (frá vinstri):
Myrra Kókó Íslind, Ríkey Rut Ólafsdóttir og María Steinþórsdóttir.

#LiðFólksins #HKalltafHK