Góður árangur HK-inga á erlendri grundu

 


Glæsilegur hópur HK-INGA lauk keppni í gær á U19 NEVZA í  Rovaniemi Finnlandi.

 
Stelpurnar spiluðu um bronsið og töpuðu 3-0 fyrir Danmörk og enduðu þar með í 4. sæti. Strákarnir unnu Færeyjar örugglega 3-1 og náðu því 5. sætinu.

Lærdómsrík helgi að baki hjá liðunum og erum stolt af öllum leikmönnunum okkar.
 
Á verðlaunahátíðinni var valinn mikilvægasti leikmaður úr öllum liðum mótsins. Okkar maður Valens Torfi Ingimundarson var valinn mikilvægasti leikmaður Íslands karlamegin.


Innilega til hamingju Valens!

Áfram Ísland og áfram HK!