Guðjón Björnsson hættir sem formaður handknattleiksdeildar

Guðjón Björnsson, lét nýverið af störfum sem formaður handknattleiksdeildar. 

Guðjón hafði verið formaður frá árinu 2020 og á undan því formaður barna- og unglingaráðs um 3 ára skeið ásamt því að hafa verið í heimaleikjaráði allan þann tíma og mun hann sinna því starfi áfram.

HK vill þakka Guðjóni kærlega fyrir það góða og óeigingjarna starf sem hann hefur unnið fyrir félagið. Guðjón hefur haft æðruleysið að vopni, ekkert verkefni hefur verið of lítið né of stórt fyrir hann og hefur hann gengið í þau öll án þess að hika.

Það er á hreinu að menn eins og Guðjón eru ekki á hverju strái og mun hans verða sárt saknað.

- Stjórn handknattleiksdeildar HK